Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 15. mars 2020 13:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leikmenn Liverpool gefa matarbanka 40 þúsund pund
Mynd: Getty Images
Það er enginn fótbolti spilaður í ensku úrvalsdeildinni næstu vikurnar og hefur það einnig áhrif á þá sem minna mega sín.

Fans Supporting Foodbanks aðstoðar fólk í Liverpool sem er í neyð með því að gefa mat. Fans Supporting Foodbanks fær 25% af mat sínum eftir leikdaga í Liverpool, en eins og áður segir þá verður ekkert spilað næstu vikurnar.

Leikmannahópur Liverpool ákvað þess vegna að gefa 40 þúsund pund, að andvirði 6,7 milljóna íslenskra króna, til Fans Supporting Foodbanks.

Það var Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, sem fór fyrir framtakinu.

Félagið sjálft mun einnig styrkja samtökin með fjárframlagi og mat. Félagið hefur þá einnig hvatt þá stuðningsmenn sem geta að gefa mat.

Nánar má lesa um framtakið á vefsíðu Liverpool.
Athugasemdir
banner
banner