Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 15. apríl 2018 16:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Botnliðið sigraði Manchester United
Manchester City er Englandsmeistari (Staðfest)
Botnliðið gerði sér lítið fyrir og vann á Old Trafford.
Botnliðið gerði sér lítið fyrir og vann á Old Trafford.
Mynd: Getty Images
Þeir segja að mynd segi meira en þúsund orð.
Þeir segja að mynd segi meira en þúsund orð.
Mynd: Getty Images
Man City er Englandsmeistari.
Man City er Englandsmeistari.
Mynd: Getty Images
Manchester Utd 0 - 1 West Brom
0-1 Jay Rodriguez ('73 )

Flestir bjuggust við því að Manchester United myndi valta yfir botnlið West Bromwich Albion á Old Trafford í dag. En annað kom á daginn og er Manchester City þar með orðið Englandsmeistari.

West Brom kom, sá og sigraði
Um síðustu helgi kom Man Utd í veg fyrir það að nágrannarnir í City yrðu Englandsmeistarar með mögnuðum endurkomusigri á Eithad-vellinum. City hefði með sigri þar orðið meistari en ekkert varð úr því. City vann Tottenham í gær og þurfti að treysta á það að West Brom myndi ná í góð úrslit gegn United. Kampavínið var væntanlega ekki komið á ís hjá City þar sem gengi West Brom á þessu tímabili hefur verið algjörlega afleitt.

West Brom kom hins vegar á Old Trafford og spilaði frábærlega. Gestirnir voru skipulagðir og gáfu fá færi á sér.

Gestirnir nýttu svo eitt færi þegar Jay Rodriguez skoraði eftir hornspyrnu. Það var nóg til þess að tryggja sigurinn en leikmenn Manchester United gerðu afskaplega lítið sóknarlega í dag.


Pep í golfi
Pep Guardiola sagði frá því í gær, eftir sigur City að hann myndi fara í golf í stað þess að horfa á leik Man Utd og West Brom. Það hefur væntanlega einhver pikkað í hann á golfbrautinni.

Þá er það þannig, City er Englandsmeistari þegar fimm leikir eru eftir. Man Utd er áfram í öðru sæti deildarinnar, 16 stigum á eftir City og einu stigi á undan Liverpool. United á leik til góða á Liverpool.

West Brom situr sem fastast á botni deildarinnar, þrátt fyrir þennan sigur. West Brom er með 24 stig, níu stigum frá öruggu sæti en liðið á eftir að spila fjóra deildarleiki.

Þetta er fyrsti sigur West Brom í deildinni frá því um miðjan janúar. Þetta er fyrsti sigur liðsins á útivelli frá því í ágúst.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner