Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 15. apríl 2018 21:26
Gunnar Logi Gylfason
Lengjubikar kvenna C-deild: Eydís Lilja með fernu
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Riðlakeppni C-deildar Lengjubikars kvenna fer að ljúka en um helgina fóru fram nokkrir leikir.

Afturelding/Fram tók á móti ÍA á Framvellinum í Úlfarsárdal í riðli 1 en gestirnir fóru með sigur af hólmi í miklum baráttuleik.

Tveir leikir fóru fram í dag í riðli 2. ÍR og Fjölnir mættust í Reykjavíkurslag en engin mörk voru skoruð í leiknum og Keflavík sigrar því riðilinn.

Grótta fékk sín fyrstu stig með stórsigri á Sindra sem hafði komið í bæinn. Eydís Lilja Eysteinsdóttir setti fernu í 8-2 sigri Gróttu en Sindrakonur sitja á botni riðilsins.

Þá mættust Völsungur og Einherji í landsbyggðarslag á Húsavík í riðli 3. Engin mörk voru skoruð en þetta var fyrsta stig Vopnfirðinganna.

Riðill 1
Afturelding/Fram 0-1 ÍA
0-1 María Björk Ómarsdóttir (65')

Riðill 2
ÍR 0-0 Fjölnir

Grótta 8-2 Sindri
0-1 Katelyn Nebesnick (10')
1-1 Eydís Lilja Eysteinsdóttir (21')
2-1 Eydís Lilja Eysteinsdóttir (24')
3-1 Hrafnhildur Fannarsdóttir, víti (27')
4-1 Eydís Lilja Eysteinsdóttir (34')
5-1 Eydís Lilja Eysteinsdóttir (45')
5-2 Arna Ósk Arnarsdóttir (48')
6-2 Tinna Jónsdóttir (58')
7-2 Bjargey Sigurborg Ólafsson (84')
8-2 Diljá Mjöll Aronsdóttir (89')

Riðill 3
Völsungur 0-0 Einherji
Athugasemdir
banner
banner
banner