mán 15. apríl 2019 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aron Bjarna framlengir við Breiðablik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Bjarnason hefur framlengt samning sinn við Breiðablik nokkrumn dögum áður en Pepsi Max-deildin fer að rúlla. Samningurinn er til þriggja ára.

Aron, sem er 23 ára gamall, hefur spilað 61 leik fyrir Breiðablik og skorað í þeim 14 mörk. Hann hefur einnig leikið með Þrótti, ÍBV og Fram á ferlinum.

„Aron kom til Breiðabliks frá ÍBV árið 2017 og hefur verið mikilvægur hlekkur í sóknarleik Blikaliðsins frá þeim tíma. Aron hefur tekið stöðugum framförum síðan hann kom og hefur verið nær óstöðvandi á undirbúningstímabilinu. Hann mun án efa koma gríðarlega sterkur til leiks í Pepsi Max-deildina," segir í tilkynningu Blika.

„Við Blikar fögnum þessum frábæru tíðindum. Það verður virkilega spennandi að fylgjast með þessum öfluga kantmanni á komandi tímabili."

Blikar hefja leik í Pepsi Max-deildinni þann 27. apríl næstkomandi gegn Grindavík á útivelli.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner