Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 15. apríl 2019 12:00
Hafliði Breiðfjörð
Biðjast afsökunar á að hafa hampað treyju mótherjans
Tiemoue Bakayoko og Franck Kessie hampa treyjunni eftir leik.
Tiemoue Bakayoko og Franck Kessie hampa treyjunni eftir leik.
Mynd: Getty Images
Tiemoue Bakayoko og Franck Kessie leikmenn AC Milan hafa beðist afsökunar á að hafa hampað treyju Francesco Acerbi varnarmanns Lazio eftir leik liðanna um helgina.

Kessie skoraði sigurmark AC Milan í 1-0 sigri með marki úr vítaspyrnu en atvikið eftir leik hafði átt sína forsögu.

Acerbi sagði nefnilega í viðtali fyrir leikinn að það væri ekki hægt að bera þessi lið saman því LAzio væri miklu sterkara lið. Babayoko sem er á láni frá Chelsea svaraði honum á Twitter og sagði: „Allt í lagi, við sjáumst á laugardaginn."

Eftir leikinn skiptust þeri Arcerbi og Babayoko svo á treyjum, eitthvað sem átti að enda deilurnar þeirra á milli en svo fór ekki því með hjálp Kessie lyfti Babayoko upp treyjunni fyrir framan stuðningsmenn Milan eftir leik þegar þeir þökkuðu stuðninginn.

„Að ýta undir hatur er ekki íþróttaandi heldur merki um veikleika," sagði Acerbi á Twitter eftir leikinn og Ciro Immobile liðsfélagi hans svaraði: „Tveir litlir menn."

AC Milan leikmennirnir báðust svo afsökunar um kvöldið og sögðust bara hafa verið að grínast. AC Milan gerði slíkt hið sama í yfirlýsingu og sagði ekki verið að hæðast að Acerbi og ekkert í óíþróttamannslegum anda.
Athugasemdir
banner
banner
banner