Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 15. apríl 2019 20:54
Brynjar Ingi Erluson
England: Aubameyang hetjan gegn tíu leikmönnum Watford
Pierre-Emerick Aubameyang fagnar á skemmtilegan hátt í kvöld
Pierre-Emerick Aubameyang fagnar á skemmtilegan hátt í kvöld
Mynd: Getty Images
Watford 0 - 1 Arsenal
0-1 Pierre Emerick Aubameyang ('10 )


Rautt spjald:Troy Deeney, Watford ('11)

Arsenal er komið upp í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 1-0 sigur á Watford á Vicarage Road í kvöld.

Gestirnir komust yfir strax á 10. mínútu leiksins með marki frá Pierre-Emerick Aubameyang en það var vægast sagt neyðarlegt fyrir Ben Foster, markvörð Watford.

Daryl Janmaat fékk þá boltann í teignum og ákvað að senda hann á Foster og var ekki útlit fyrir að það væri mikil hætta en Foster tókst þó að klúðra málunum. Hann var of lengi með boltann og þrumaði honum í Aubameyang og í netið.

Innan við mínútu eftir markið fékk Troy Deeney þá að líta rauða spjaldið í liði Watford fyrir að gefa úrúgvæska miðjumanninum Lucas Torreira olnbogaskot. Mikil umræða skapaðist á Twitter eftir atvikið en flestir töldu það afar hart að gefa Deeney beint rautt spjald.

Watford var að spila frábæran leik og var Adam Masina nálægt því að jafna metin í síðari hálfleik en þrumuskot hans fór í þverslá.

Lokatölur á Vicarage Road 1-0 fyrir Arsenal og fyrsti leikurinn þar sem Arsenal heidur hreinu á útivelli á tímabilinu. Liðið er með 66 stig í 4. sæti deildarinnar, jafnmörg og Chelsea sem er í fimmta sætinu en Manchester United er í sjötta sæti með 64 stig og á leik til góða. Watford er í 10. sæti með 46 stig
Athugasemdir
banner
banner