mán 15. apríl 2019 22:02
Brynjar Ingi Erluson
Stjóri Watford: Þetta var aldrei rautt spjald
Javi Gracia eftir leikinn
Javi Gracia eftir leikinn
Mynd: Getty Images
Javi Gracia, knattspyrnustjóri Watford á Englandi, var mjög ósáttur við rauða spjaldið sem Troy Deeney, framherji liðsins, fékk gegn Arsenal í kvöld.

Pierre-Emerick Aubameyang kom Arsenal yfir eftir mistök Ben Foster á tíundu mínútu og stuttu seinna var Troy Deeney rekinn af velli fyrir að gefa Lucas Torreira olnbogaskot.

Dómurinn virtist þó afar harður og óljóst hvort Deeney hafi ætlað að meiða Torreira en hann fékk beint rautt og spilaði Watford manni færri í 80 mínútur.

„Við gerðum allt til að vinna og lögðum allt í þetta. Við spiluðum framan af með aðeins tíu leikmenn og áttum skilið eitthvað úr þessum leik. Við fengum ekkert stig út úr þessu en spiluðum vel," sagði Gracia.

„Ég er mjög stoltur af mínum mönnum og hef ekki áhuga á því að ræða úrslitin. Við fengum okkar færi og skutum í slát auk þess að skapa öll þessi færi manni færri."

„Ég virði ákvörðun dómarans en mín skoðun breytist ekki. Þetta var kannski gult spjald en aldrei rautt spjald. Ég er ekki sammála niðurstöðunni,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner