Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 15. apríl 2021 15:30
Elvar Geir Magnússon
Bielsa: Mér finnst gaman að horfa á Liverpool
Marcelo Bielsa, stjóri Leeds.
Marcelo Bielsa, stjóri Leeds.
Mynd: Getty Images
Eftir að hafa unnið Manchester City um síðustu helgi er komið að því að Leeds mætir Liverpool á mánudagskvöld. Marcelo Bielsea, stjóri Leeds, sagði frá því á fréttamannafundi í dag að hann væri mjög hrifinn af komandi mótherjum.

„Mér finnst gaman að horfa á Liverðool spila. Þeir spila alltaf á sama hátt og það er mikið hrós fyrir fótboltalið. Það er enginn leikmaður í liðinu sem er ekki tilbúinn að fá boltann," segir Bielsa.

„Þeir eru með öflugan sóknarkraft. Bakverðirnir verða vængmenn og vængmennirnir að framherjum á vissum augnablikum í leiknum. Þetta er lið sem sífellt er að skapa góðan fótbolta og eyða mestum tíma í að sækja. Eins og öll önnur lið koma hæðir og lægðir."

Á fréttamannafundinum þá neitaði Bielsa fréttaflutingi frá heimalandi sínu þess efnis að hann væri búinn að ná samkomulagi við Leeds um tveggja ára samning. Venjan hjá Bielsa er að setjast niður eftir tímabil og ræða samningamál.
Athugasemdir
banner
banner