Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 15. apríl 2021 23:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
„Óþarfi að vera hræddur við Ásgeir nema þegar hann svarar með sólanum"
Sætti sig við öll þau hlutverk sem hann fékk
Sætti sig við öll þau hlutverk sem hann fékk
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hann er alltaf í toppstandi og er sá gaur sem yngri leikmenn horfa mikið upp til
Hann er alltaf í toppstandi og er sá gaur sem yngri leikmenn horfa mikið upp til
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Menn halda að hann sé jafn erfiður utan vallar og hann er innan vallar
Menn halda að hann sé jafn erfiður utan vallar og hann er innan vallar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þá er komið að fjórða og síðasta hlutanum í viðtalinu við varafyrirliða HK. Guðmundur Þór Júlíusson svaraði spurningum um HK, varafyrirliðahlutverkið og Birni Snæ Ingason og hafa þeir hlutar þegar verið birtir hér á Fótbolta.net.

Þegar Gummi ræddi leiðtogahlutverkið kom upp nafn hjá fréttaritara sem út á við virðist vera mikill leiðtogi. Ásgeir Börkur Ásgeirsson kom til HK árið 2019 frá uppeldisfélaginu Fylki. Ásgeir verður 34 ára gamall á morgun og er reynslumikill miðjumaður.

Fyrsti, annar og þriðji hluti:
Gummi Júl: Menn eiga ekki að líta á HK sem skref niður á við
„Ástæða fyrir því að Arnar, Biddi og Bjarni eru í HK"
„Eins og að spila á móti Neymar og slúttin eru í ruglinu"

Þú talaðir um að þú og Leifur hafi verið í þessu leiðtogahlutverki hjá HK og þekkið þetta allt saman. Það var þekkt stærð og mikill leiðtogi sem kom inn í hópinn fyrir tímabilið 2019 þegar Ásgeir Börkur kom frá Fylki. Hvernig var að fá hann inn og hvernig hefur hann tekið sínu hlutverki?

„Hann er geggjaður leikmaður og geggjaður gæi, hann er eins og þeir gerast hvað best í þessu. Hann kom til okkar, ekki með neinar væntingar og sætti sig við öll þau hlutverk sem hann fékk," sagði Gummi.

„Hann var svolítið á bekknum til að byrja með 2019 og tók því eins og maður. Hann var einungis pirraður út í sjálfan sig að vera ekki að spila. Þegar hann fékk tækifærið þá sýndi hann og sannaði að það er ekki til betri leikmaður fyrir HK-liðið eins og það er í dag og líka liðið á sínum tíma þegar hann kom."

„Hann er einn af reynslumestu leikmönnum í þessari deild og á sama skapi toppnáungi inn í klefa. Hann lætur mikið í sér heyra á liðsfundum, hann hefur mikinn áhuga á því hvað er í gangi og vill alltaf bæta sig."

„Hann er alltaf í toppstandi og er sá gaur sem yngri leikmenn horfa mikið upp til. Hann leggur mikið á sig og er ekki B-týpa. Ég held að hann sé oft miskilinn, menn halda að hann sé jafn erfiður utan vallar og hann er innan vallar en ég held að margir haldi það um mig svo sem líka. Þeir sem eru hvað erfiðastir inn á vellinum eru oft þeir skemmtilegustu fyrir utan völlinn, hann er einn af þeim.“


Hann hefur verið með þetta myndarlega skegg og maður getur alveg ímyndað sér að leikmenn verða skelkaðir þegar hann lætur heyra í sér. Er hann mikið í því?

„Það er misjafnt, hann lætur alveg heyra í sér ef menn eru að djöflast í honum. Hann er rosalega ljúfur og góður gaur. Hann setur ekkert aldurinn fyrir sig eða skeggið þegar kemur að því hvernig hann hagar sér. Hann lítur ekkert stærra á sig þó hann sé reynslumeiri en margir og talar við alla eins og jafningja, ekki út frá aldri eða reynslu."

„Hann er bara þannig týpa að hann gerir allt fyrir liðið sitt svo það verði betra og náungarnir í kringum hann verði betri. Ef hann þarf að æsa sig þá gerir hann það en það er engin ástæða að vera hræddur við hann, það er óþarfi. Nema kannski þegar hann svarar með sólanum, þá hopppa flestir upp úr því. Ég held það sé það sem menn eru hræddastir við,“
sagði Gummi.

Fyrsti, annar og þriðji hluti:
Gummi Júl: Menn eiga ekki að líta á HK sem skref niður á við
„Ástæða fyrir því að Arnar, Biddi og Bjarni eru í HK"
„Eins og að spila á móti Neymar og slúttin eru í ruglinu"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner