Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 15. apríl 2021 21:20
Aksentije Milisic
Torreira vill fara strax til Boca Juniors
Mynd: Getty Images
Miðjumaður Arsenal, Lucas Torreira, vill yfirgefa félagið og ganga til liðs við Boca Juniors.

Þessi 25 ára gamli leikmaður frá Úrúgvæ hefur verið á láni hjá Atletico Madrid á þessu tímabili en þar hefur hann verið í algjöru aukahlutverki.

Torreira sér ekki framtíð sína á Emirates vellinum og hefur hann sagt að hann vilji strax halda til Argentínu og ganga til liðs við Boca Juniors á láni.

„Ég vil fara til Boca Juniors núna. Ég er 25 ára og ég veit að þetta er metnaðarfullur klúbbur. Ég vil gera stuðningsmenn liðsins glaða en ég veit að það er ekki auðvelt," sagði Torreira við Youtube stöðina Perfil Bulos.

Torreira gekk til liðs við Arsenal frá Sampdoria árið 2018 og byrjaði vel hjá félaginu. Hann spilaði 50 leiki á sínu fyrsta tímabili fyrir Lundúnarliðið.

Tímabilið eftir byrjaði hann einungis 17 leiki í ensku úrvalsdeildinni en hann var mikið meiddur á ökkla. Þegar móðir hans lést á dögunum þá gaf hann það út að hann villl fara til Boca Juniors og vera nær fjölskyldu sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner