mið 15. maí 2019 20:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Enska uppgjörið - Kristjana Arnars svarar spurningum um tímabilið
Kristjana Arnarsdóttir ræðir hér við Heimi Hallgrímsson fyrrverandi landsliðsþjálfara.
Kristjana Arnarsdóttir ræðir hér við Heimi Hallgrímsson fyrrverandi landsliðsþjálfara.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jurgen Klopp var besti stjórinn að mati Kristjönu.
Jurgen Klopp var besti stjórinn að mati Kristjönu.
Mynd: Getty Images
Paul Pogba olli mestu vonbrigðunum.
Paul Pogba olli mestu vonbrigðunum.
Mynd: Getty Images
Fótbolti.net gerir upp tímabilið í ensku úrvalsdeildinni þessa vikuna, leitað verður til sparkspekinga til að svara nokkrum spurningum um tímabilið sem er að baki og tímabilið sem framundan er. Í dag svarar Kristjana Arnarsdóttir íþróttafréttakona á RÚV nokkrum laufléttum spurningum.

Besti leikmaðurinn? Ég held að það sé erfitt að horfa framhjá Virgil van Dijk. Hann var algjörlega magnaður hjá Liverpool og gjörbreytti varnarlínunni.

Stjóri tímabilsins? Sem stuðningsmaður Man. Utd er óþolandi að þurfa að benda á Jurgen Klopp en þannig er nú staðan bara engu að síður. Klopp náði að búa til lið sem nánast felldi peningalið Manchester City. Auðvitað vann Guardiola deildina og á hrós skilið fyrir það en annað hefðu líka verið vonbrigði á Etihad.

Besta markið? Vincent Kompany gegn Leicester. Ég mun líklega aldrei jafna mig á þessu marki. Þetta var algjörlega sturlað og líka í ljósi stöðunnar sem City var í á þessum tíma í deildinni. Svo er það bara eitthvað extra geggjað að Kompany hafi skorað sitt fyrsta mark á leiktíðinni með þessari neglu.

Besti leikurinn? Margir ágætis leikir sem poppa upp í hugann en ég held að það verði að vera Man City 2-1 Liverpool.

Besti leikmaðurinn fyrir utan topp sex liðin? Ég ætla bara að henda þessu á Gylfann.

Vanmetnasti leikmaðurinn? Kærastinn minn heldur með Bournemouth (ekki spyrja af hverju) svo ég horfði oft á þá í vetur. David Brooks er að mínu mati vanmetinn leikmaður, á að spila í betra liði.

Hvaða lið olli mestum vonbrigðum í vetur? Manchester United.

Hvaða leikmaður olli mestum vonbrigðum í vetur? Paul Pogba. Nenni ekki einu sinni að ræða þetta.

Hvaða lið mun styrkja sig mest í sumar? Ég ætla innilega að vona að Solskjær fái tækifæri til að styrkja þennan glataða hóp. Ég er ekki viss um að ég höndli annað svona tímabil.

Hvernig lýst þér á komu VAR í ensku úrvalsdeildina á næsta tímabili? Ég er bara spennt fyrir VAR. Ég var ekki alveg viss um þetta allt saman þegar HM var flautað á í fyrra en ég er búin að samþykkja VAR, finnst þetta ágætis viðbót. Þetta breytir hins vegar leiknum töluvert en vonandi verður það bara til hins betra.

Sjá einnig:
Enska uppgjörið - Daníel Geir svarar spurningum um tímabilið
Enska uppgjörið - Reynir Bergmann svarar spurningum um tímabilið
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner