Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 15. maí 2020 13:30
Ívan Guðjón Baldursson
Hafnaði Real því hann hafði spilað fyrir Atletico
Mynd: Getty Images
Paulo Futre, fyrrum kantmaður portúgalska landsliðsins, rifjaði upp daga sína sem leikmaður í viðtali við AS og sagði frá því þegar hann hafnaði félagsskiptum til Real Madrid sumarið 1993.

Futre var á þeim tíma 27 ára gamall og hafði sýnt góða takta með Benfica og Marseille þrátt fyrir alvarleg meiðsli.

„Real og Marseille komust að samkomulagi og eftir nokkra daga af viðræðum var ég kominn með samning á borðið, tilbúinn til að skrifa undir," sagði Futre.

„Ég fór í baðherbergið og sá börnin mín. Ég horfði á þau og hugsaði með mér: 'hvernig get ég spilað fyrir Real eftir að hafa spilað fyrir Atleti?'. Ég ákvað að skrifa ekki undir samninginn og baðst afsökunar.

„Menn voru reiðir en ég gerði það sem ég þurfti að gera. Í staðinn gekk ég til liðs við Reggiana, botnlið ítölsku deildarinnar."


Futre skoraði 51 mark í 213 leikjum hjá Atletico Madrid. Hann var leikmaður West Ham 1996-97.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner