Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 15. maí 2021 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Neymar ekki með í bikarúrslitum - „Þetta er þvæla"
Neymar
Neymar
Mynd: EPA
Brasilíski sóknarmaðurinn Neymar verður ekki með Paris Saint-Germain er liðið mætir Mónakó í úrslitum franska bikarsins á miðvikudag en hann er afar ósáttur við niðurstöðu franska knattspyrnusambandisns.

Neymar fékk gult spjald í undanúrslitunum gegn Montpellier í vikunni sem þýðir það að hann er í banni er liðið mætir Mónakó í næstu viku.

Hann kom inná sem varamaður og fékk gult spjald fyrir fyrsta brot og er því í banni. Þess má til gamans geta að þetta var fyrsta spjaldið hans í keppninni.

„Ég væri í alvöru til í að geta skilið náungann sem semur reglurnar um spjöldin í Frakklandi. Hann á skilið lófaklapp. Þetta er nú meiri þvælan," sagði Neymar á Instagram.

„Ég spila fimm mínútur, brýt einu sinni á leikmanni og hann gefur mér gult spjald án þess að hugsa um það. Takk fyrir að setja mig í bann fyrir úrslitaleikinn. Þetta var eitthvað persónulegt greinilega," sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner