Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 15. júní 2018 06:34
Elvar Geir Magnússon
Argentína æfir ekki á keppnisvellinum - Síðasta æfing liðsins lokuð
Icelandair
Jorge Sampaoli, þjálfari Argentínu.
Jorge Sampaoli, þjálfari Argentínu.
Mynd: Getty Images
Fjölmiðlamenn fengu þær upplýsingar í morgun að argentínska landsliðið myndi ekki æfa á keppnisvellinum í dag, daginn fyrir leikinn gegn Íslandi.

Sjá einnig:
Líklegt byrjunarlið Argentínu gegn Íslandi

Það tíðkast á stórmótum að liðin æfi á keppnisvellinum um sólarhring fyrir leik og að fyrstu 15 mínúturnar séu opnar fyrir fjölmiðla.

Jorge Sampaoli, þjálfari Argentínu, tók ákvörðun um að hans menn myndu taka sína æfingu á æfingasvæði liðsins en Argentína er með sínar höfuðstöðvar í úthverfi Moskvu.

Ekki er vitað hvort Sampaoli sé að hugsa um þægindi fyrir liðið og vilji þar af leiðandi að það sé á sínu svæði eða hvort þetta sé einhver sálfræði og leið til að gefa ekki neinar vísbendingar um byrjunarlið morgundagsins. Kannski samblanda af þessu öllu?

Ísland mun í dag æfa á keppnisvellinum, Spartak Leikvanginum hér í Moskvu.
Athugasemdir
banner
banner
banner