Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 15. júní 2018 11:12
Arnar Daði Arnarsson
Moskva
Heimir ætlar ekki á bar fyrir leikinn á morgun
Icelandair
Heimir Hallgrímsson og Helgi Kolviðsson þjálfarar Íslands.
Heimir Hallgrímsson og Helgi Kolviðsson þjálfarar Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var fjölmennur fréttamannafundur Íslands í hádeginu í dag fyrir leikinn gegn Argentínu sem fram fer á morgun.

Þar voru fjölmiðlamenn héðan og þaðan úr heiminum og voru spurningarnar af hinum ýmsu toga.

Heimir var til að mynda spurður út í þá hefð sem skapast hefur undanfarin ár að Heimir heimsæki stuðningsmenn Íslands á Ölveri fyrir leiki á Laugardalsvellinum og tilkynni þeim byrjunarlið Íslands og fari aðeins yfir komandi leik.

„Þetta er eitt af því sem við gerum öðruvísi. Við erum nær stuðningsmönnum en aðrir þjálfarar og leikmenn vegna fólksfjöldans. Það er traust liðsins gagnvart stuðningsmönnum sem gerir okkur það kleift að geta þetta," sagði Heimir og hélt áfram.

„Ég skil að þetta er skrýtið í augum aðra þjóða og gæti líklega hvergi annars staðar viðgengist en þetta sýnir traustið sem er. Þar sem við erum svona fámenn þá reynum við að nýta jákvæðnina sem er í gangi. Stuðningsmennirnir finnst þeir eiga part í liðinu."

Að lokum ákvað Heimir að koma þeim skilaboðum áleiðis að hann myndi þó ekki fara á bar á morgun fyrir leikinn gegn Argentínu.

„Leikurinn er svo snemma á morgun svo ég fer ekki á neina krá á morgun."
Athugasemdir
banner
banner
banner