fös 15. júní 2018 10:30
Magnús Már Einarsson
Moskva
Heimir svaraði tannlæknaspurningu frá sjálfum sér
Ísland - Argentína á morgun
Icelandair
Heimir Hallgrímsson.
Heimir Hallgrímsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands, hóf fréttamannafund landsliðsins í Moskvu í dag á að segja nokkur orð. Þar þakkaði hann Rússum fyrir góðar móttökur.

„Ég vil byrja á að óska Rússum til hamingju með sigurinn í gær og góðar móttökur. Ég er virkilega ánægður með staðinn sem við völdum okkur í Gelendzhik," sagði Heimir.

„Það er fallegt þar, gott veður og vingjarnlegt fólk. Æfingasvæðið og hótelið er eins og best er á kosið Vonandi getum við endurgoldið Rússum fyrir vingjarnlegheit og hvernig þeir hafa tekið á móti okkur."

Heimir tilkynnti síðan að allir leikmenn séu klárir í slaginn fyrir leikinn á morgun. Hann ákvað síðan að snúa á erlenda blaðamenn og svara sjálfur hvort hann starfi sem tannlæknir í dag. Það er spurning sem Heimir fær á næstum öllum fréttamannafundum.

„Svo ég slepp við spurningar. Ég er ennþá tannlæknir, ég ætti aldrei að hætta verða tannlæknir og vinn stundum ennþá á tannlæknastofunni," sagði Heimir léttur.

Hægt er að sjá fréttamannafundinn í beinni hér.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner