fös 15. júní 2018 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
HM í dag - Stórleikur í kvöld
Frá æfingu spænska landsliðið. Fernando Hierro ræðir við sína menn.
Frá æfingu spænska landsliðið. Fernando Hierro ræðir við sína menn.
Mynd: Getty Images
Heimsmeistaramótið hófst í gær með stórsigri Rússlands á Sádí-Arabíu. Það var aldrei spurning hvort liðið myndi hampa sigrinum í þeim leik.

Í dag verða vonandi jafnari leikir. Egyptaland og Úrúgvæ eigast við í A-riðli í hádeginu. Mohamed Salah er tæpur fyrir leikinn en mun líklega koma eitthvað við sögu, jafnvel byrjar hann.

Marokkó spilar við Íran í mikilvægum leik í B-riðli klukkan 15:00. Annað hvort liðið þarf að vinna þann leik ef þau ætla sér að eiga einhvern möguleika að skottast áfram upp úr riðlinum því hin liðin í B-riðlinum eru Portúgal og Spánn sem eigast við í stórleik klukkan 18 að íslenskum tíma.

Spánverjar ráku þjálfara sinn tveimur dögum fyrir mót og það er spurning hvernig þeir koma inn í leikinn.

Allir leikirnir eru sýndir beint á RÚV.

Leikir dagsins:
12:00 Egyptaland - Úrúgvæ (Ekaterinburg)
15:00 Marokkó - Íran (Sankti Pétursborg)
18:00 Portúgal - Spánn (Sochi)
Athugasemdir
banner
banner
banner