Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 15. júní 2018 11:20
Elvar Geir Magnússon
Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Argentínu - Allir klárir
Icelandair
Frá æfingunni á Spartak vellinum í morgun.
Frá æfingunni á Spartak vellinum í morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ragnar Sigurðsson.
Ragnar Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari opnaði fréttamannafund Íslands í dag á því að tilkynna að allir væru klárir í leikinn gegn Argentínu á morgun.

Æft var á keppnisvellinum, Startak Stadium, í dag og tóku allir þátt.

Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, sagðist hafa tekið þátt af fullum krafti á æfingum síðustu daga og ekkert aftraði honum frá því að spila þennan merkilega leik.



Búast má við því að Ísland verði vel aftarlega gegn öflugu sóknarliði Argentínu á morgun og kantmennirnir verði í miklu varnarhlutverki. Staða sem þeir eru vanir.

Fótbolti.net spáir því að Heimir notist við 4-4-1-1 leikkerfið sem var notað gegn öflugum andstæðingum í undankeppninni. Þar er Jón Daði Böðvarsson líklegastur sem fremsti maður, með Gylfa fyrir aftan sig.

Leikur Argentínu og Íslands á morgun hefst klukkan 13:00 að íslenskum tíma, 16 að staðartíma.
Athugasemdir
banner
banner