Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 15. júní 2018 13:55
Elvar Geir Magnússon
Messi ekki á fréttamannafundinum - Lítið fyrir að tala
Icelandair
Messi lætur verkin tala inn á vellinum enda einn besti fótboltamaður sögunnar.
Messi lætur verkin tala inn á vellinum enda einn besti fótboltamaður sögunnar.
Mynd: Getty Images
Lionel Messi, fyrirliði Argentínu, verður ekki á fréttamannafundinum fyrir leikinn gegn Íslandi á morgun.

„Hjá okkur er þetta ekki svona opið og vinalegt eins og hjá Íslandi. Sjaldnast eru það stærstu nöfnin sem eru á fréttamannafundunum," sagði argentínskur blaðamaður við Fótbolta.net.

Jorge Sampaoli þjálfari mun sitja fyrir svörum en búist er við því að bakvörðurinn Nicolas Tagliafico verði með honum.

Hjá flestum þjóðum tíðkast það að fyrirliðarnir séu á fréttamannafundum en þannig er það ekki í Argentínu. Allavega ekki meðan Messi hefur bandið.

Guardian er með ítarlega úttekt á Lionel Messi í dag en þar er meðal fjallað um það hversu lítið þessi magnaði fótboltamaður er fyrir það að tala.

Sagt er að hann hafi sent þjálfurum textaskilaboð þrátt fyrir að sjita rétt hjá þeim. Honum finnist betra að hafa samkeppni þannig en með því að tala.

Juan Sebastian Veron, fyrrum leikmaður Argentínu, var herbergisfélagi Messi á landsliðsferðum. Hann segist einu sinni hafa orðið vitni að því að Messi ætti erfitt með svefn og það var þegar hann þurfti að halda ræðu fyrir hópinn sem fyrirliði 2010. Veron segir að Messi hafa arkað fram og til baka í herberginu.

Sagt er að Messi líði best þegar hann er rólegur með símann fyrir framan sig. Í matmálstímum vill hann bara vera einn í næði og sagt er að þegar hann snúi andlitinu niður sé það eins og „Ekki ónáða" skilti.
Athugasemdir
banner
banner
banner