Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 15. júní 2018 16:49
Magnús Már Einarsson
Sampaoli: Messi er spenntur
Ísland - Argentína á morgun
Icelandair
Hvað gerir Messi á morgun?
Hvað gerir Messi á morgun?
Mynd: Getty Images
Jorge Sampaoli, landsliðsþjálfari Argentínu, var mikið spurður út í Lionel Messi á fréttamannafundi fyrir leikinn gegn Íslandi á morgun.

Af mörgum stjörnum í liði Argentínu er Messi sú langstærsta og margir vilja meina að gengi landsliðsins standi og falli með frammistöðu hans.

„Messi er spenntur og í mjög góðu standi. Hann er mjög vel undirbúinn. Hann hlakkar til að spila á HM og vonast til að ná að uppfylla draum sinn," sagði Sampaoli.

Messi verður 31 árs gamall í næstu viku en Sampaoli segir að hann verði líka mættur á HM í Katar árið 2022.

„Ég tel að þetta eigi ekki að vera síðasta HM Messi. Hann er snillingur. Ég held að þetta verði ekki síðasta mótið hans."
Athugasemdir
banner
banner