Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 15. júní 2018 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sito spáir í leik Portúgals og Spánar
Sito í leik með Grindavík.
Sito í leik með Grindavík.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Það er stórleikur á HM í fótbolta í kvöld þegar Evrópumeistarar Portúgals mæta Spánverjum í Sochi.

Mikið ys og þys hefur verið í kringum Spánverja síðustu daga. Landsliðsþjálfarinn Julen Lopetegui var rekinn tveimur dögum fyrir mót þar sem hann hafði samið við Real Madrid og ekki sagt spænska knattspyrnusambandinu frá því. Fernando Hierro, fyrrum landsliðsfyrirliði, stýrir Spánverjum á HM.

Sito, spænskur framherji Grindavíkur, hefur trú á því að sínir menn muni rísa upp í kvöld og vinna þægilegan sigur þrátt fyrir vandræðin sem átt hafa sér stað síðustu daga.

Portúgal 0 - 2 Spánn (klukkan 18:00 í kvöld)
Auðvitað held ég að Spánn muni vinna og þeir munu halda boltanum miklu meira en Portúgalarnir.

Þrátt fyrir þjálfaraskiptin eru Spánverjarnir mjög sterkir og þeir munu koma af krafti inn í leikinn. Þeir vilja sanna að það sem gerðist á síðasta HM hafi bara verið óheppni og muni ekki gerast oftar. Margir leikmanna Spánar eru á hátindi ferilsins.

Sjá einnig:
Sito skilur ákvörðun knattspyrnusambands Spánar
Athugasemdir
banner
banner