Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 15. júní 2018 23:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Starfsvettangur Birkis Más vekur heimsathygli
Icelandair
Hinn 33 ára Birkir Már vekur athygli heimsbyggðarinnar.
Hinn 33 ára Birkir Már vekur athygli heimsbyggðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Hallgrímsson er tannlæknir, Hannes Þór Halldórsson er leikstjóri og Birkir Már Sævarsson vinnur í saltinu. Heimir og Hannes hafa verið mikið í umræðunni ytra síðustu mánuði fyrir störf sín utan fótboltans en nú er það Birkir Már sem er hvað mest í umræðunni þegar kemur að starfsvettvangi.

Eins og Fótbolti.net greindi frá í vikunni þá fékk íslenski landsliðsmaðurinn Birkir Már frí í vinnunni hjá Saltverk til að fara á HM. Birkir hóf störf þar í vetur eftir að hann flutti til Íslands og byrjaði að spila með Val.

Birkir mætir Lionel Messi og öðrum stórstjörnum argentínska landsliðsins á morgun í fyrsta leik Íslands á HM.

Óhætt er að segja að Birkir sé að vekja heimsathygli fyrir starfsvettvang sinn utan fótboltans. Það er ekki annað hægt en að tala um heimsathygli þegar miðill eins og BBC er farinn að fjalla um þig. Á vefsíðu BBC í kvöld er skrifuð grein um Birki og starf hans í Saltverk.

Í greininni er bent á það að Birkir sé reynslumesti leikmaðurinn í íslenska landsliðinu með 79 landsleiki og að hann hafi spilað allar mínúturnar í undankeppninni fyrir HM.

Gaman að því!

Sjá einnig:
Myndband: Sjáðu Birki Má að störfum í saltinu
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner