Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 15. júní 2019 20:00
Arnar Daði Arnarsson
Lið 8. umferðar - Nóg af markaskorurum
Erlingur Agnarsson er í liði umferðarinnar.
Erlingur Agnarsson er í liði umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Hallgrímur Mar.
Hallgrímur Mar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
8. umferðin í Pepsi Max-deild karla lauk í dag með þremur leikjum en umferðir hófst í gær með öðrum þremur leikjum.

Hér að neðan má sjá lið 8. umferðar í Pepsi Max-deildinni að mati Fótbolta.net en Helgi Sigurðsson þjálfari Fylkis er þjálfari umferðarinnar en Fylkir unnu topplið Breiðabliks í gærkvöldi 4-3 á heimavelli.


Óskar Örn Hauksson var frábær í sigri KR á ÍA á Skaganum í dag og þá er Beitir Ólafsson einnig í liðinu liðsfélagi Óskars.

Valdimar Þór Ingimundarson var virkilega öflugur í sigri Fylkis á Breiðabliki og Helgi Valur Daníelsson heldur uppteknum hætti á miðjunni hjá Árbæingum og Ásgeir Eyþórsson er einnig í vörninni.

Valsmenn unnu 5-1 sigur á ÍBV þar sem Ólafur Karl Finsen og Lasse Petry skoruðu tvö mörk hvor. KA unnu heimasigur á Grindavík þar sem Hallgrímur Mar Steingrímsson og Alexander Groven stjórnuðu umferðinni á vinstri vængnum hjá KA.

Þá eru tveir Víkingar í liði umferðarinnar. Þeir Halldór Smári Sigurðsson og Erlingur Agnarsson sem unnu HK 2-1 og þar með fyrsta sigur Víkings í sumar.

Enginn leikmaður er í liði umferðarinnar úr leik Stjörnunnar og FH sem endaði með 2-2 jafntefli.

Sjá einnig:
Lið 7. umferðar
Lið 6. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner