Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 15. júní 2019 12:30
Oddur Stefánsson
Heimild: Daily Mail 
Framtíð Lukaku óljós
Mynd: Getty Images
Romelu Lukaku hefur verið mikið orðaður við Inter og er óvíst hvað verður um belgíska markaskorarann.

Mikil óvissa er í kringum Lukaku þar sem hann veit ekki hvort hann eigi að snúa aftur til Englands til að fara á undirbúningstímabil með Manchester United í næsta mánuði.

Manchester United er tilbúið að selja leikmanninn en er ekki að drífa sig að losa hann ef engin almennileg tilboð koma í framherjann.

Ed Woodward formaður United vill fá 80 milljónir punda fyrir Lukaku eftir að hafa fengið hann á 75 milljónir punda frá Everton.

Antonio Conte þjálfari Inter vill fá hann og Lukaku er mjög hrifinn af Conte sem þjálfara.

Lukaku skoraði 12 mörk á síðasta tímabili með United en hefur skorað alls 113 mörk í ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner