Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 15. júní 2019 09:45
Elvar Geir Magnússon
„Gaf tilefni til þess að fá rautt spjald"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stuðningsmenn Fylkis kölluðu eftir rauðu spjaldi á Brynjólf Darra Willumsson í leik Fylkis og Breiðabliks í gær. Þessi ungi sóknarleikmaður Blika lenti í ryskingum í lok leiksins og ýtti við Ólafi Inga Skúlasyni.

Brynjólfur fékk þá gult spjald og var svo alveg á barmi þess að fá annað gult í blálokin. Sigurður Hjörtur Þrastarson dæmdi leikinn.

Helgi Sigurðsson, þjálari Fylkis var spurður að því eftir leik hvort Brynjólfur Darri hefði átt að fá rautt?

„Ég ætla ekki að tjá mig of mikið um það. Þið verðið bara að gera það. En hann gaf oft tilefni til þess," sagði Helgi.

„Ég læt dómarann ákveða það. Ég er ekki þannig að ég kalla eftir rauðum spjöldum frá dómaranum. Ég treysti dómaranum til þess. En það voru alveg tækifæri til þess að gefa honum það já."

Fylkismenn unnu verðskuldaðan 4-3 sigur í leiknum.
Helgi Sig: Langt síðan Blikar hafa lent í svona vandræðum
Athugasemdir
banner
banner
banner