Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 15. júní 2019 17:59
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Inkasso: Þriðji sigur Þórs í röð - Skella sér á toppinn
Alvaro Montejo skoraði tvennu á Leiknisvelli.
Alvaro Montejo skoraði tvennu á Leiknisvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leiknir R. 0 - 3 Þór
0-1 Alvaro Montejo Calleja ('31 )
0-2 Ármann Pétur Ævarsson ('61 )
0-3 Alvaro Montejo Calleja ('63 )
Lestu nánar um leikinn

Þórsarar eru á góðu skriði í Inkasso-deild karla og eru þeir í toppsætinu eftir sjö umferðir.

Þór heimsótti Leikni í Breiðholtið í lokaleik sjöundu umferðar í dag. Spánverjinn Alvaro Montejo skoraði fyrsta mark leiksins á 31. mínútu. Staðan var 1-0 fyrir Þór í hálfleik.

Eftir stundarfjórðung í seinni hálfleiknum gerði Ármann Pétur Ævarsson annað markið fyrir Þór og Montejo gerði algjörlega út um leikinn stuttu síðar. „Fullkomið handrit! Gestirnir klára þennan leik með þessu marki. Leiknismenn eru slegnir rothöggi eftir annað markið og fá á sig það þriðja stuttu síðar," skrifaði Sævar Ólafsson í beinni textalýsingu á Fótbolta.net.

Lokatölur voru 3-0 fyrir Þór og er liðið á toppi deildarinnar með 15 stig. Þetta var þriðji sigur Þórs í röð. Víkingur Ólafsvík getur endurheimt toppsætið með sigri á Keflavík, frestuðum leik úr sjöttu umferð.

Leiknir hefur tapað tveimur í röð og er í áttunda sæti með níu stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner