Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 15. júní 2019 16:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mun Steven Gerrard krækja í Ögmund?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skoska félagið Rangers vill fá íslenska landsliðsmarkvörðinn Ögmund Kristinsson til liðs við sig. Sportime í Grikklandi segir frá þessu, en það var Íslendingavaktin sem birti fyrst af íslenskum fjölmiðlum.

Allan McGregor, sem hefur gegnt hluverki aðalmarkvarðar Ranges, er orðinn 37 ára gamall og ku Rangers vera að skoða það að fá Ögmund til að taka við hlutverki hans.

Rangers er risafélag í Skotland, það stærsta þar í landi ásamt Celtic. Steven Gerrard, fyrrum fyrirliði Liverpool, er stjóri liðsins sem hafnaði í öðru sæti skosku úrvalsdeildarinnar á liðnu tímabili.

Ögmundur var að klára sitt fyrsta tímabil með AEL Larissa í Grikklandi. Hann var kosinn leikmaður ársins hjá félaginu á sinni fyrstu leiktíð.

Hann viðurkenndi í viðtali við Stöð 2 að stærri félögin í Grikklandi hefðu verið að sýna sér áhuga.

Ögmundur, sem er 29 ára, var í síðasta landsliðshópi Íslands. Hann sat á bekknum gegn Albaníu og Tyrklandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner