Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 15. júní 2019 18:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi Max-deildin: KA lagði Grindavík - Fjögur lið með 12 stig
Elfar skoraði sigurmark KA.
Elfar skoraði sigurmark KA.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
KA 2 - 1 Grindavík
1-0 Hrannar Björn Steingrímsson ('45 )
1-1 Alexander Veigar Þórarinsson ('66 )
2-1 Elfar Árni Aðalsteinsson ('70 )
Lestu nánar um leikinn

Áttundu umferð Pepsi Max-deildar karla lauk í kvöld í fínasta veðri á Akureyri. KA tók á móti Grindavík.

Þessi viðureign var svolítið sérstök í ljósi þess að þessi lið skiptu á þjálfurum fyrir tímabilið. Óli Stefán Flóventsson tók við KA og Túfa tók við Grindavík. Túfa er fyrrum leikmaður og þjálfari KA, og Óli Stefán er fyrrum leikmaður og þjálfari Grindavíkur.

Það voru heimamenn í KA sem komust yfir þegar Hrannar Björn Steingrímsson skoraði stórglæsilegt mark. „GUÐ MINN ALMÁTTUGUR ÞVÍLÍKT MARK!!!!!!! Boltinn dettur fyrir fætur Hrannars eftir innkast hjá KA og hann gerir sér lítið fyrir og þrumar honum í Samúel af 25 metrunum. Sturlað mark," skrifaði Kristófer Jónsson í beinni textalýsingu á Fótbolta.net.

Staðan var 1-0 í hálfleik, en Grindavík tókst að jafna á 66. mínútu þegar Alexander Veigar Þórarinsson skoraði. Boltinn fór í bakið á Kiyabu Nkoyi, sóknarmanni Grindavíkur, af varnarmanni KA og fyrir fætur Alexanders.

Stuttu síðar komst KA aftur yfir þegar Elfar Árni Aðalsteinsson skoraði eftir undirbúningi frá Hallgrími Mar. Þriðja mark Elfars í Pepsi Max-deildinni í sumar.

Ásgeir Sigurgeirsson spilaði síðustu 20 mínúturnar og kom hann inn á við mikinn fögnuð stuðningsfólks KA. Hann er að koma til baka eftir krossbandsslit.

Lokatölur urðu 2-1 fyrir KA sem fer upp að hlið Fylkis, FH og Stjörnunnar í fjórða til sjöunda sæti deildarinnar. Öll liðin eru með 12 stig. Grindavík er með 10 stig í áttunda sæti.

Sjá einnig:
Pepsi Max-deildin: KR á toppinn og meistararnir af botninum



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner