Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Segir íslenska liðið betra en það ísraelska - Þakkar Mikael fyrir sitt framlag
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
Númi: Það er ein helsta ástæðan fyrir því að ég fór í Bestu
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Vildi finna hamingjuna aftur - „Ótrúlega erfitt andlega"
„Hugsaði allan tímann um hversu geggjað það væri að gera þetta með Fram"
Ein sú besta frá því í fyrra samdi í Víkinni - „Mikill meðbyr í kringum félagið"
Axel Óskar: KR langskemmtilegasti og mest spennandi kosturinn
Varð strax forvitinn um Breiðablik - „Fótboltinn hérna er sterkari"
Markakóngurinn mættur í Kópavog - „Búinn að segja mér marga góða hluti"
Birkir aftur heim í Þorpið - „Búið að vera í hausnum á manni lengi"
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
   lau 15. júní 2019 18:58
Sævar Ólafsson
Stebbi Gísla: Hefðum getað spilað töluvert lengur án þess að skora
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Stefán Gíslason þjálfari Leiknismanna var skiljanlega ekki léttur á brún eftir tap gegn þéttum og skipulögðum Þórsurum í dag á Leiknisvelli. Leiknisliðið var inn í leiknum langtímum saman en niðurstaðan annar þriggja marka tapleikur í jafnmörgum leikjum.

“Við erum náttúrulega alls ekki sáttir – að tapa hérna heima þrjú núll. Það sem í raun og veru ég hef mestar áhyggjur af er að við spila tvo leiki og ekki skorað og tilfinnining var að við hefðum getað spilað töluvert mikið lengur án þess að skora. Við erum ekki að ógna markinu og erum ekki að skapa okkur nægjanlega mikið“.


Lestu um leikinn: Leiknir R. 0 -  3 Þór

“Í hálfleik fannst mér, var tilfinningin þannig að við vorum vel inn í þessum leik og var alls ekkert ósáttur að mörgu leyti í hálfleik – við þurfum að skerpa á nokkrum hlutum, aðallega í kringum þeirra teig og á síðasta þriðjungnum sem við vildum reyna að vera skarpari".

Þannig að þetta var skrítinn leikur. Tvö jöfn lið en munurinn í dag er framherjinn hjá Þór sem skorar tvö og leggur upp eitt. Það gerði út um leikinn".

Þórsarar gerðu út um leikinn á fjögurra mínútna leikkafla í síðari hálfleik þegar þeir skoruðu tvö mörk. Fyrra markið var sérlega klaufalegt og það síðara virtist vera hreinn afrakstur þess að Leiknisliðið datt úr sambandi í kjölfar annars marksins.

“Jújú það er kannski hægt að kalla þetta að einhverju leyti einbeitingarleysi, á móti þá verður maður bara að hrósa senternum hjá Þór (innsk: Alvaro Montejo) þessi mörk sem hann skorar og hreyfingin í fyrsta markinu, styrkurinn og hraðinn í seinna, hann er bara greinilega með gæði sem stundum er erfitt að stoppa“.

Viðtalið í heild sinni má nálgast í spilaranum hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner