Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
   lau 15. júní 2019 18:58
Sævar Ólafsson
Stebbi Gísla: Hefðum getað spilað töluvert lengur án þess að skora
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Stefán Gíslason þjálfari Leiknismanna var skiljanlega ekki léttur á brún eftir tap gegn þéttum og skipulögðum Þórsurum í dag á Leiknisvelli. Leiknisliðið var inn í leiknum langtímum saman en niðurstaðan annar þriggja marka tapleikur í jafnmörgum leikjum.

“Við erum náttúrulega alls ekki sáttir – að tapa hérna heima þrjú núll. Það sem í raun og veru ég hef mestar áhyggjur af er að við spila tvo leiki og ekki skorað og tilfinnining var að við hefðum getað spilað töluvert mikið lengur án þess að skora. Við erum ekki að ógna markinu og erum ekki að skapa okkur nægjanlega mikið“.


Lestu um leikinn: Leiknir R. 0 -  3 Þór

“Í hálfleik fannst mér, var tilfinningin þannig að við vorum vel inn í þessum leik og var alls ekkert ósáttur að mörgu leyti í hálfleik – við þurfum að skerpa á nokkrum hlutum, aðallega í kringum þeirra teig og á síðasta þriðjungnum sem við vildum reyna að vera skarpari".

Þannig að þetta var skrítinn leikur. Tvö jöfn lið en munurinn í dag er framherjinn hjá Þór sem skorar tvö og leggur upp eitt. Það gerði út um leikinn".

Þórsarar gerðu út um leikinn á fjögurra mínútna leikkafla í síðari hálfleik þegar þeir skoruðu tvö mörk. Fyrra markið var sérlega klaufalegt og það síðara virtist vera hreinn afrakstur þess að Leiknisliðið datt úr sambandi í kjölfar annars marksins.

“Jújú það er kannski hægt að kalla þetta að einhverju leyti einbeitingarleysi, á móti þá verður maður bara að hrósa senternum hjá Þór (innsk: Alvaro Montejo) þessi mörk sem hann skorar og hreyfingin í fyrsta markinu, styrkurinn og hraðinn í seinna, hann er bara greinilega með gæði sem stundum er erfitt að stoppa“.

Viðtalið í heild sinni má nálgast í spilaranum hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner