Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 15. júní 2021 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Lærir oft af mistökunum og ég hef oft lært af þessum mistökum"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR fékk á sig mark á fyrstu mínútu seinni hálfleiks gegn ÍA þann 30. maí. Það var síðasti leikur liðsins fyrir landsleikjahlé en KR-ingar mættu aftur til leiks eftir hlé í gær og unnu 2-0 sigur gegn Leikni í Breiðholti.

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var til viðtals eftir leikinn í gær. KR sýndi mjög góða frammistöðu í gær og var Rúnar spurður hvað hann og hans lið hafi lært af seinni hálfleiknum gegn Skagamönnum.

„Við vissum að Leiknir byrjaði með boltann á miðjunni. Þeir negla boltanum upp í horn og við ætluðum að vera tilbúnir því. Við ætluðum að skalla boltan í burtu og negla honum fram, fara svo í hápressuna aftur og reyna að vera tilbúnir. Við vorum ekki tilbúnir á móti Skaganum, fengum á okkur mark eftir 45 sekúndur," sagði Rúnar.

„Þú lærir oft af mistökunum þínum og ég hef oft lært af þessum mistökum en þau koma aftur. Við þurftum að minna á þetta. Strákarnir leystu þetta ofboðslega vel og við skorum svo mjög gott annað mark eftir flott spil," sagði Rúnar.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 0 - 2 KR

Viðtalið við Rúnar má sjá í heild sinni hér að neðan.
Rúnar Kristins: Erfitt að byrja upp á nýtt eftir 2 vikna pásu
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner