Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 15. júní 2021 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Leikmaður sem allir þjálfarar elska að hafa í liðinu"
Kennie Chopart verður í leikbanni í næsta leik
Kennie Chopart verður í leikbanni í næsta leik
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Kennie Chopart, leikmaður KR, fékk sitt fjórða gula spjald þegar hann braut á Sævari Atla Magnússyni, fyrirliða Leiknis, í leik Leiknis og KR í gær.

Kennie verður því í leikbanni þegar KR mætir Víkingi á sunnudag. Rúnar Kristinsson, þjálfari Leiknis, var spurður út í Kennie í viðtali eftir leikinn.

Hefuru áhyggjur af því að vera án Kennie í næsta leik?

„Já, ég hef alltaf áhyggjur þegar ég missi leikmenn í leikbönn eða meiðsli. Hópurinn er ekki það stór þó hann sé þokkalega vel mannaður núna og ég er ánægður með hann. Kennier er lykilleikmaður í okkar liði, verið frábær fyrir okkur í mörg ár og leikmaður sem allir þjálfarar elska að hafa í liðinu. Þess vegna verður mikill missir af honum en við leysum það," sagði Rúnar.

Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 0 - 2 KR
Rúnar Kristins: Erfitt að byrja upp á nýtt eftir 2 vikna pásu
Athugasemdir
banner
banner
banner