Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 15. júní 2021 16:26
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Fannst Pálmi meiða sig það mikið að það verðskuldaði gult"
Pálmi lá eftir í dágóðan tíma
Pálmi lá eftir í dágóðan tíma
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Gyrðir rétt áður en hann fer í Pálma
Gyrðir rétt áður en hann fer í Pálma
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Leiknismaðurinn Gyrðir Hrafn Guðbrandsson fékk gult spjald eftir að hann var dæmdur brotlegur gegn Pálma Rafni Pálmasyni inn á vítateig KR-inga í seinni hálfleik í gær.

Pálmi lá eftir og þurfti á aðhlynningu að halda. Gyrðir fékk gula spjaldið talsvert eftir að Pálmi lagðist niður.

„Pálmi Rafn liggur eftir, Gyrðir steig óvart á tærnar á Pálma," skrifaði undirritaður í textalýsingu frá leiknum. „Gyrðir spjaldaður fyrir þetta. Kom talsvert seint þetta spjald."

Lestu um leikinn: Leiknir R. 0 - 2 KR

Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, furðaði sig á spjaldinu og ræddi í smá tíma við Einar Inga Jóhansson, varadómara um atvikið. Siggi var spurður út í atvikið í viðtali eftir leikinn.

„Mér fannst ekki einu sinni vera aukaspyrna og mér fannst þeir ekkert vera fara dæma á þetta. Við vorum í góðum séns og svo dæma þeir."

„Mér fannst þeir (dómararnir) horfa og (þeim) fannst hann meiða sig það mikið að það verðskuldaði gult. Mér fannst það skrítið,"
sagði Siggi.

Dæmt eftir afleiðingum?

„Já já, en ég trylltist nú ekkert. Mér fannst þetta bara svo skrítið en bara áfram."

Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan.
Siggi Höskulds: Nokkrir leikmenn brugðust okkur
Athugasemdir
banner
banner
banner