Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 15. júlí 2018 15:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
2. deild: Grótta með sterkan sigur á útivelli
Kristófer Orri skoraði eina mark leiksins.
Kristófer Orri skoraði eina mark leiksins.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Huginn 0 - 1 Grótta
0-1 Kristófer Orri Pétursson ('37)
Rautt spjald: Arnar Þór Helgason, Grótta ('90)

Grótta heimsótti Huginn í 2. deild karla. Huginn var að spila sinn annan leik á Seyðisfjarðarvelli í sumar.

Síðasti leikur Hugins var þeirra fyrsti sigurleikur í sumar en þeir náðu ekki að fylgja honum á eftir í dag. Grótta fór heim frá Seyðisfirði með öll stigin í bakpokanum.

Eina mark leiksins kom á 37. mínútu og var það Kristófer Orri Pétursson sem skoraði markið.

Lokatölur 1-0 fyrir Gróttu. Sterkur sigur á útivelli.

Hvað þýða þessi úrslit?
Grótta er í pakkanum sem er að berjast um efstu tvö sætin. Grótta er í fjórða sæti með 20 stig, tveimur stigum frá öðru sætinu. Huginn er á botni deildarinnar með fjögur stig.

Elleftu umferð deildarinnar er núna lokið.

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner