sun 15. júlí 2018 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bandaríkin: Þriðja tapið í röð hjá Utah Royals
Gunnhildur Yrsa í landsleik.
Gunnhildur Yrsa í landsleik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir lék allan leikinn þegar Utah Royals spilaði við Orlando Pride í bandarísku deildinni í gær.

Utah byrjaði leikinn vel og komst yfir á áttundu mínútu. Orlando jafnaði hins vegar í uppbótartíma fyrri hálfleiks og var það Alex Morgan sem gerði það. Morgan er ein frægasta knattspyrnukona heims - leikmaður bandaríska landsliðsins.

Í upphafi seinni hálfleiks komst Orlando yfir þegar Kristen Edmons kom boltanum í netið.

Það reyndist síðasta mark leiksins og urðu lokatölur 2-1 fyrir Orlando.

Hvað þýða þessi úrslit?
Þetta var þriðji tapleikur Utah í röð og er liðið í sjötta sæti af níu liðum með 21 stig. Orlando er í þriðja sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner