Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 15. júlí 2018 13:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarliðin í úrslitaleik HM: Bæði lið óbreytt
Mbappe er þriðji táningurinn í sögunni til að spila í úrslitaleik HM.
Mbappe er þriðji táningurinn í sögunni til að spila í úrslitaleik HM.
Mynd: Getty Images
Úrslitaleikur HM hefst klukkan 15:00 en búið er að opinbera byrjunarliðin.

Eins og allir vita þá eigast Frakkland og Króatía við í úrslitaleiknum.

Báðir þjálfarar halda í sama byrjunarlið og í undanúrslitunum. Frakkland vann Belgíu 1-0 og Króatía sigraði England í framlengingu.

Hjá Frakklandi byrjar Olivier Giroud í fremstu víglínu en með honum frammi eru Antoine Griezmann og Kylian Mbappe, sem á góðan möguleika á því að verða valinn besti maður mótsins.

HJá Króatíu heldur Marcelo Brozovic sæti sínu á miðjunni og er hann þar ásamt Luka Modric og Ivan Rakitic.

Byrjunarlið Frakklands: Lloris; Pavard, Varane, Umtiti, Lucas Hernández; Pogba, Kanté, Matuidi; Mbappé, Giroud, Griezmann.

Byrjunarlið Króatíu: Subasic, Vrsaljko, Lovren, Vida, Strinic, Rakitic, Brozovic, Modric, Perisic, Rebic, Mandzukic.

Sjá einnig:
Grétar Sigfinnur spáir í úrslitaleikinn á HM


Athugasemdir
banner
banner