Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 15. júlí 2018 22:30
Ingólfur Páll Ingólfsson
Dalic: Þú gefur ekki svona víti í úrslitaleik HM
Dalic og besti leikmaður heimsmeistaramótsins á góðri stundu.
Dalic og besti leikmaður heimsmeistaramótsins á góðri stundu.
Mynd: Getty Images
Zlatko Dalic, landsliðsþjálfari Króatíu var allt annað en sáttur með ákvörðun dómarans að dæma víti sem leiddi til annars marks Frakklands í úrslitaleik heimsmeistaramótsins í dag.

Staðan var 1-1 seint í fyrri hálfleik þegar hornspyrna Antoine Griezmann fór í hendi Ivan Perisic. Dómarinn Nestor Pitana ákvað upphaflega að gera ekkert í málinu en eftir að hafa nýtt sér VAR dómgæsluna snerist honum hugur.

Dalic greindi skýrt og greinilega frá óánægju sinni með dóminn og var ekki sáttur.

Við spiluðum vel en vítið kýldi úr okkur allan vind og eftir það var þetta mjög erfitt. Ég vil bara segja eina setningu um þetta víti. Þú gefur ekki vítaspyrnu á svona hátt í úrslitaleik HM.” sagði Dalic.

Við vildum vinna heimsmeistaramótið svo mikið en svona er fótboltinn. Frakkarnir komu okkur ekki á óvart, við gáfum tvö einföld mörk auk sjálfsmarks og vítaspyrnunnar. Við höfðum ekki heppnina með okkur í dag. Þegar þú færð á þig fjögur mörk getur þú ekki búist við því að vinna leikinn.”
Athugasemdir
banner
banner
banner