Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 15. júlí 2018 18:30
Ingólfur Páll Ingólfsson
Deschamps sá þriðji til að sigra HM sem leikmaður og þjálfari
Deschamps lyftir titlinum.
Deschamps lyftir titlinum.
Mynd: Getty Images
Didier Deschamps, þjálfari Frakklands er orðinn sá þriðji í sögunni til þess að sigra heimsmeistaramótið sem bæði leikmaður og þjálfari.

Þetta varð ljóst eftir að Deschamps stýrði landsliði Frakklands til sigurs á Króatíu í úrslitaleik heimsmeistaramótsins í Rússlandi. Deschamps var fyrirliði Frakklands er liðið sigraði HM árið 1998 í heimalandinu.

Deschamps er því mættur í elítu hóp ásamt þeim Mario Zagallo og Franz Beckenbauer sem hafa afrekað það sama.

Zagallo sigraði HM tvisvar sem leikmaður með Brasilíu. Fyrst árið 1958 og síðan árið 1962. Sem þjálfari stýrði hann liðinu til sigurs á HM 1970 þar sem Brasilía sigraði Ítalíu.

Fjórum árum síðar sigraði Beckenbauer heimsmeistaramótið sem leikmaður fyrir Vestur - Þýskaland á heimavelli. Beckenbauer sneri aftur sem þjálfari árið 1986 en landsliðið féll úr leik gegn Diego Maradona og félögum í Argentínu. Beckenbauer var hinsvegar ekki hættur og tókst að sigra HM í annari tilraun sem þjálfari árið 1990.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner