Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 15. júlí 2018 13:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ekki vera eins og Kalinic
Leikmennirnir ákveði hvort hann fái verðlaunapening
Nikola Kalinic.
Nikola Kalinic.
Mynd: Getty Images
Ekki vera eins og Nikola Kalinic.

Kalinic er þrítugur sóknarmaður AC Milan á Ítalíu og er króatískur landsliðsmaður með 41 leik á bakinu og 15 mörk.

Kalinic var var sendur heim af HM eftir fyrsta leik Króata gegn Nígeríu. Hann neitaði að koma inn á á síðustu mínútum leiksins.

Í kjölfarið var hann sendur heim.

Sjá einnig:
Badelj um Kalinic: Þarf að leggja egóið til hliðar

Án Kalinic komst Króatía í úrslitaleikinn á HM og mætir Frakklandi í Moskvu í dag. Þetta er stærsti fótboltaleikurinn í sögu Króatíu. Hvað ætli Kalinic sé að gera í dag?

„Leikmennirnir ákveða"
Króatar hafa ekki ákveðið hvort Kalinic fái verðlaunapening fyrir þáttöku sína á HM.

Króatía mun annað hvort fá gull eða silfur en ekki er víst að Kalinic fái eitthvað þótt hann hafi verið í upprunalega hópnum. „Sjáum til. Leikmennirnir mun taka ákvörðun," sagði Tomislav Pacak, fjölmiðlafulltrúi Króatíu við ESPN.

Í reglum FIFA er ekki tekið fram hver skuli fá verðlaunapening.



Athugasemdir
banner
banner
banner