Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   sun 15. júlí 2018 21:30
Ingólfur Páll Ingólfsson
Fernando Torres mættur til Japan
Torres kvaddi Atletico Madrid með titli.
Torres kvaddi Atletico Madrid með titli.
Mynd: Getty Images
Fernando Torres var formlega tilkynntur sem leikmaður Sagan Tosu í Japan í dag.

Þessi fyrrum leikmaður Liverpool, Chelsea og Atletico Madrid fannst vera kominn tími á nýja áskorun. Hann fylgir fyrrum samherja sínum hjá spænska landsliðinu, Andres Iniesta til Japan. Iniesta skrifaði undir hjá Vissel Kobe í maí.

Ég var búinn að afreka allt sem ég gat afrekað. Ég þurfti á nýrri áskorun að halda og þá kom Japan inn í myndina og Sagan Tosu bauð mér eitthvað fallegt í orðsins fyllstu merkingu,” sagði Torres.

Sagan Tosu er í næst síðasta sæti 18 manna J deildarinnar í Japan, aðeins sigrað þrjá leiki, gert fjögur jafntefli og tapað átta sinnum. Torres spilaði einu sinni gegn liðinu þegar Sagan mætti Atletico Madrid árið 2015 í vináttuleik.

Á þeim tíma man ég að ég vildi koma hingað aftur og spila í framtíðinni. Ég var ekki viss um að það myndi gerast en ég nú er glaður að það gerðist,” sagði Torres.

Torres var í viðræðum við knattspyrnusamband Ástralíu og forráðamenn Sidney FC en ákvað að semja þess í stað við Sagan.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner