Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   sun 15. júlí 2018 17:22
Ingólfur Páll Ingólfsson
Harry Kane fær gullskóinn á HM 2018
Kane fagnar einu marka sinna á mótinu.
Kane fagnar einu marka sinna á mótinu.
Mynd: Getty Images
Eftir úrslitaleikinn er ljóst hver hneppir gullskóinn á heimsmeistaramótinu í Rússlandi sem var að ljúka með sigri Frakklands.

Sá heppni er engin annar en Harry Kane sem er markahæsti leikmaður mótsins en hann skoraði alls sex mörk á mótinu.

Antoine Griezman endaði í öðru sæti með fjögur mörk og tvær stoðsendingar. Þar á eftir kom Romelu Lukaku með fjögur mörk og eina stoðsendingu. Þeir Denis Cheryshev, Cristiano Ronaldo og Kylian Mbappe skoruðu allir fjögur mörk á mótinu en lögðu ekki upp fyrir liðsfélaga sína.

Kane skoraði ekki mark í síðustu þremur leikjum Englands á mótinu en fimm mörk í riðlakeppninni og vítaspyrna hans í 16 - liða úrslitunum gegn Kólumbíu tryggðu honum markakóngstitilinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner