Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   sun 15. júlí 2018 14:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Inkasso-deild kvenna: Stórsigur hjá Þrótti
Þróttur er á góðu skriði. Liðið hefur aðeins tapað einum leik í deildinni og það var gegn Fylki.
Þróttur er á góðu skriði. Liðið hefur aðeins tapað einum leik í deildinni og það var gegn Fylki.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Þróttur R. 6 - 0 Sindri
1-0 Gabriela Maria Mencotti ('14)
2-0 Gabriela Maria Mencotti ('20)
3-0 Álfhildur Rósa Kjartansdóttir ('31)
4-0 Gabriela Maria Mencotti ('48)
5-0 Gabriela Maria Mencotti ('55)
6-0 Hildur Egilsdóttir ('90, víti)

Þróttu Reykjavík átti ekki í miklum vandræðum með botnlið Sindra í Inkasso-deild kvenna í dag.

Þróttur er á góðu skriði en eftir tap í annarri umferðinni gegn Fylki hefur liðið ekki tapað leik.

Gabriela Maria Mencotti kom Þrótti í 2-0 með tveimur mörkum á fyrstu 20 mínútunum. Staðan var 3-0 í hálfleik eftir mark Álfhildar Rósu Kjartansdóttur á 31. mínútu. Gabriela Maria fullkomnaði þrennuna og fernuna í seinni hálfleiknum áður en Hildur Egilsdóttir batt lokahnútinn af vítapunktinum á 90. mínútu. Lokatölur 6-0 fyrir Þrótt í þessum eina leik dagsins í Inkasso-deildinni.

Hvað þýða þessi úrslit?
Þróttur er í öðru sæti Inkasso-deildarinnar með 20 stig, tveimur stigum á eftir Keflavík, sem á þó leik til góða. Sindri er á botninum með aðeins eitt stig úr fyrstu átta leikjunum.

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner
banner