Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 15. júlí 2018 20:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
Luke Shaw tilbúinn að yfirgefa United til að spila reglulega
Luke Shaw vill fá reglulegan spilatíma.
Luke Shaw vill fá reglulegan spilatíma.
Mynd: Getty Images
Luke Shaw er tilbúinn að yfirgefa Manchester United á frálsri sölu næsta sumar ef tækifærum hans í byrjunarliðinu á Old Trafford fer ekki fjölgandi samkvæmt heimildum ESPN FC.

United hafa virkjað klásúlu í samningi varnarmannsins sem heldur honum hjá félaginu út tímabilið 2018-19.

Þessi 23. ára gamli leikmaður er hluti af hópinum sem ferðaðist til Bandaríkjanna fyrir undirbúningstímabilið og vonast eftir því að vera fyrsti valkostur Jose Mourinho í vinstri bakvarðarstöðunni á næsta tímabili.

United vill að Shaw skrifi undir nýjan samning til þess að passa upp á verðmæti sín en félagið vill ekki að leikmaðurinn sem kostaði félagið nærri 30 milljónir punda árið 2014 fari á frjálsri sölu næsta sumar. Shaw sjálfur vill hinsvegar halda valmöguleikum sínum opnum fari svo að honum takist ekki að sannfæra Mourinho um eigið ágæti.

Shaw byrjaði aðeins átta leiki í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili sem kostaði hann á endanum sæti í lokahópi Englands sem fór á HM. Hann hefur ennfremur aðeins byrjað 17 af 76 leikjum sem Mourinho hefur stjórnað síðan stjórinn kom til félagsins árið 2016.

Mourinho hefur nokkra kosti í bakvarðarstöðunni en félagið samdi við bakvörðinn Diogo Dalot auk þess sem Ashley Young spilaði flesta leikina á síðasta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner