Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 15. júlí 2018 09:00
Mist Rúnarsdóttir
Marjani ekki brotin - Gæti náð síðustu leikjum
Marjani fór úr ökklalið en gæti náð lokaleikjum mótsins
Marjani fór úr ökklalið en gæti náð lokaleikjum mótsins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Helena Ósk er ekki eins illa meidd og óttast var
Helena Ósk er ekki eins illa meidd og óttast var
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Marjani Hing-Glover meiddist illa og þurfti að yfirgefa Kaplakrika í sjúkrabíl eftir að hún lenti í samstuði í leik gegn Grindavík síðastliðinn þriðjudag. Óttast var að sóknarmaðurinn öflugi væri fótbrotin en nú er komið í ljós að svo er ekki.

„Marjani fór úr ökklalið en er sem betur fer ekki brotin. Hún verður frá keppni í einhverjar vikur en nær vonandi síðustu leikjunum,“ sagði Orri Þórðarson, þjálfari FH, þegar Fótbolti.net spurði hann út í meiðslin.

Fjarvera Marjani verður blóðtaka fyrir FH en hún er markahæsti leikmaður liðsins og algjör lykilkona í þeirra sóknarleik.

Þá meiddist Helena Ósk Hálfdánardóttir í þarsíðasta leik liðsins, gegn Stjörnunni. Þau meiðsli litu einnig afar illa út og jafnvel talið að um krossbandaslit væri að ræða. Nú er ljóst að Helena er með rifu í liðþófa í hné en enn er þó óvíst hversu alvarleg meiðslin eru og hvenær hún getur snúið aftur á völlinn.

Þá eru þær Maria Selma Haseta, Rannveig Bjarnadóttir og markvörðurinn Tatiana Saunders enn á sjúkralistanum hjá FH en allar á batavegi.

FH á mikilvægan leik gegn HK/Víkingum næstkomandi þriðjudag en liðið er í fallsæti þegar mótið er hálfnað og þarf nauðsynlega á stigum að halda.
Athugasemdir
banner
banner
banner