Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 15. júlí 2018 07:45
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Martinez: Lukaku átti frábært mót
Mynd: Getty Images
Roberto Martinez og lærisveinar hans í Belgíu sigruðu England í gær í bronsleiknum á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi.

Martinez hrósaði leikmönnunum mikið fyrir frammistöðuna á mótinu og einum sérstaklega og það var framherjinn Romelu Lukaku.

„Mér fannst Romelu (Lukaku) eiga frábært mót, ég er ánægður með framlag hans, hann gerir svo miklu meira en bara skora mörk."

„Það sem gerir Romelu (Lukaku) svo frábæran er hugafarið hans, hann er fæddur sigurvegari. Það skiptir ekki máli hver mótherjinn er hann gefur alltaf allt í leikinn."

„Hann skorar mikið og honum tekst alltaf að búa til vandræði í vörn andstæðinganna, ég gæti ekki verið ánægðri með það sem hann er að gera," sagði Maritnez um Lukaku.
Athugasemdir
banner
banner