Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 15. júlí 2018 23:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
Mbappe: Stoltir að hafa gert frönsku þjóðina ánægða
Mbappe á bikarinn skilið eftir frammistöðu sína.
Mbappe á bikarinn skilið eftir frammistöðu sína.
Mynd: Getty Images
Kylian Mbappe var glaður í bragði að leikslokum og þakkaði frönsku þjóðinni fyrir stuðninginn á mótinu.

Mbappe skoraði fjórða og síðasta mark Frakklands á mótinu, hann tileinkaði þjóðinni sigurinn og virtist ánægður með að vera nefndur á sama tíma og Pele.

Ég er mjög glaður. Ég sagði að markmið mitt væri að vinna heimsmeistaramótið og leiðin var löng. Við erum heimsmeistarar og erum stoltir af því. Líf heimsmeistara er líf sem við vildum fyrir okkur sjálfa,” sagði Mbappe.

Við erum stoltir af því að hafa gert frönsku þjóðina hamingjusama og erum meðvitaðir um að þetta hjálpar þeim að gleyma vandamálum sínum.”

Að vera fyrsti heimsmeistarinn til þess að vera yngri en tvítugur síðan Pele er frábært. Við spilum fyrir svoleiðis hluti. Ég sagði alltaf að ég vildi ekki að einfaldur fótbolti væri til. Að vera heimsmeistari er frábært og opnar leiðir til þess að leggja harðar að sér og gera betur, jafnvel þó að hlutirnir séu nú þegar góðir.”

Markið mitt var frábært, sérstaklega þar sem það leyfði okkur að fara á flug og ná afgerandi forskoti.”

Athugasemdir
banner
banner
banner