Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 15. júlí 2018 11:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mbappe enn í móðurkviði í umfjöllun hjá L’Equipe
Frakkland spilar við Króatíu í úrslitaleik HM á eftir.
Frakkland spilar við Króatíu í úrslitaleik HM á eftir.
Mynd: Getty Images
Það er stór dagur í Frakklandi, Króatíu og á öðrum stöðum heiminum í dag. Úrslitaleikur Heimsmeistaramótsins eru eins og jólin fyrir alla þá sem elska fótbolta.

Úrslitaleikurinn er í dag og þar mætast Frakkland og Króatía.

Frakkland er að fara að spila sinn þriðja úrslitaleik á HM í sögunni en þeir hafa einu sinni orðið Heimsmeistarar, á heimavelli árið 1998. Þeir töpuðu 2006 í vítakeppni gegn Ítalíu.

Franska blaðið L’Equipe birtir skemmtilegar myndir í umfjöllun sinni fyrir leikinn í dag.

Þar er sýnt hvernig byrjunarliðsleikmenn Frakka litu út fyrir 20 árum, þegar þeir urðu Heimsmeistarar.

Blaise Matuidi, Olivier Giroud og Hugo Lloris voru allir 11 ára, en Kylian Mbappe, besti maður mótsins, hann var ekki enn fæddur og gaman er að sjá hvernig þeir á L’Equipe útfærðu myndina af honum.

Hér að neðan má sjá þetta en leikur Frakklands og Króatíu hefst klukkan 15:00 á eftir.
Athugasemdir
banner
banner
banner