Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 15. júlí 2018 17:29
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Modric bestur - Mbappe besti ungi leikmaðurinn
Modric er besti leikmaður HM 2018. Mbappe er besti ungi leikmaðurinn.
Modric er besti leikmaður HM 2018. Mbappe er besti ungi leikmaðurinn.
Mynd: Getty Images
Eftir úrslitaleikinn á HM, sem Frakkland vann, voru bestu leikmenn mótsins verðlaunaðir.

Í annað skiptið í röð fékk leikmaður úr tapliðinu í úrslitaleiknum verðlaunin. Luka Modric, fyrirliði Króatíu, var valinn besti leikmaður mótsins, en fyrir fjórum árum var það Lionel Messi. Eftirminnilegt var það þegar Messi tók við verðlaununum en líklega hefur aldrei neinn verið eins fúll að taka við verðlaunum.

Kylian Mbappe, vonarstjarna Frakklands, var valinn besti ungi leikmaðurinn. Einhverjir vildu sjá hann verða valinn besti leikmaðurinn, en ekki gerðist það í þetta skiptið.

Harry Kane fékk gullskóinn og hinn belgíski Thibaut Courtois var valinn besti markvörður mótsins.

Sjá einnig:
Frakkland er Heimsmeistari í fótbolta
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner