sun 15. júlí 2018 22:20
Ingólfur Páll Ingólfsson
Pogba: Vildum láta Frakkland springa úr gleði
Pogba vildi láta Frakkland springa úr gleði.
Pogba vildi láta Frakkland springa úr gleði.
Mynd: Getty Images
Paul Pogba var himinlifandi með sigurinn í úrslitaleiknum í dag og sagði að það hefði verið nauðsynlegt að láta Frakklands springa úr gleði.

Pogba skoraði þriðja mark Frakklands í leiknum sem innsiglaði sigurinn í leiknum. Eftir leikinn hafði Pogba þetta að segja.

Önnur stjarnan hefur komið sér vel fyrir hjá þeirri fyrstu. Hún er þarna og er mjög falleg. Ég vona að Frakkland sé ánægt og stolt af okkur. Takk fyrir aftur. Í alvöru, þetta er ótrúlegt, æskudraumur varð að veruleika í dag. Röddin mín er alveg farin,” sagði Pogba.

Fyrir leikinn sagði ég öllum að við værum 90. mínútum frá þvi að láta draum okkar verða hluti af sögunni fyrir lífstíð og láta Frakkland springa úr gleði. Við getum og verðum að gera það! Það voru tvö lið og bikar og við vildum ekki láta hitt liðið taka bikarinn. Úrslitin voru frábær!”
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner