Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 15. júlí 2018 12:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sampaoli verður ekki áfram - Vantar bara yfirlýsingu
Sampaoli verður ekki áfram landsliðsþjálfari.
Sampaoli verður ekki áfram landsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jorge Sampaoli mun ekki stýra argentíska landsliðinu mikið lengur. Hann er við það að vera rekinn og samkvæmt Marca er yfirlýsing frá argentíska knattspyrnusambandinu það eina sem vantar.

Argentína spilaði ekki vel á HM og rétt komst í 16-liða úrslitin í riðli með Króatíu, Nígeríu og Íslandi. Þegar fimm mínútur voru eftir í síðasta leik hefði Ísland hæglega getað stolið sætinu af Argentínu en svo fór að Argentína komst áfram.

Í 16-liða úrslitunum töpuðu Messi og félagar fyrir Frakklandi.

Á meðan Argentína var með á HM bárust fjölmargar fréttir af því að Sampaoli væri búinn að missa traustið hjá leikmönnum sínum og hann væri orðinn valdalaus.

Í frétt Marca segir að náðst hafi samkomulag í gærkvöldi um starfslokasamning Sampaoli.

Þegar Sampaoli tók við í fyrra gerði hann fimm ára samning og hann fær því ágætlega borgað þótt hann verði ekki áfram landsliðsþjálfari. Hann fær víst 2 milljónir dollara, sem er þó minna en hann hefði getað fengið.

Argentína fær því enn og aftur nýjan landsliðsþjálfara.

Síðustu landsliðsþjálfarar Argentínu:
2006: Jose Pekerman
2006: Alfio Basile
2008: Diego Maradona
2010: Sergio Batista
2011: Alejandro Sabella
2014: Gerardo “Tata” Martino
2016: Edgardo Bauza
2017: Jorge Sampaoli
Athugasemdir
banner
banner
banner