sun 15. júlí 2018 14:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svíþjóð: Íslendingalið í efstu tveimur sætunum
Jón Guðni lagði upp.
Jón Guðni lagði upp.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það voru þrír leikir í sænsku úrvalsdeildinni að klárast, áður en úrslitaleikurinn á HM hefst. Úrslitaleikurinn á HM á milli Frakklands og Króatíu hefst klukkan 15:00.

Bakvörðurinn Haukur Heiðar Hauksson spilaði 80 mínútur þegar AIK vann dramatískan útisigur gegn Sundsvall.

Haukur var tekinn af velli svo hægt væri að auka sóknarþungann í stöðunni 0-0 og það gekk upp fyrir AIK. Sigurmarkið skoraði Heradi Rashidi á fjórðu mínútu uppbótartímans.

AIK er á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar með 30 stig.

Liðið í öðru sæti er annað Íslendingalið, Norrköping. Íslendingarnir þar spiluðu við Hacken á heimavelli þennan sunnudaginn og báru sigur úr býtum í hörkuleik.

Norrköping komst yfir á 19. mínútu þegar Simon Thern skoraði eftir stoðsendingu Jóns Guðna Fjólusonar. Jón Guðni byrjaði þennan leik ásamt Guðmuni Þórarinssyni, en Arnór Sigurðsson kom inn á sem varamaður á 60. mínútu. Alfons Sampsted var ekki með.

Hacken jafnaði á 23. mínútu en sigurmark Norrköping var sjálfsmark þegar 10 mínútur voru eftir.

Íslendingaliðin að gera það gott.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner